fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?

Pressan
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 07:00

Hér sjást sum af þessum skilaboðum. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndir frá Los Angeles fara nú eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þær eru teknar úr lofti og sýna dularfull skilaboð og spyr fólk sig hvers eðlis þessi skilaboð eru.

„Help“, „Traffico“ og „LAPD“ eru meðal þeirra orða sem kynda undir hinar ýmsu kenningar á samfélagsmiðlum. Orðin voru mynduð úr lofti og hægt hefur verið að sjá þau á Google Maps.

Þau sáust á svæðinu frá Cesar Chavez Ave til Mission Road og eru sögð hafa verið á þessu svæði síðan í ágúst á síðasta ári en það var ekki fyrr en í tengslum við skógareldana miklu, sem herjuðu á Los Angeles nýlega, sem fólk fór að veita þeim athygli.

Lögreglan hefur ekki tjáð sig um málið enn sem komið er og því hefur engin opinber skýring komið fram á hvaða tilgangi þessi skilaboð þjóna.

Á samfélagsmiðlum hafa margir deilt þeirri skoðun sinni að það sé heimilislaus maður, sem býr á svæðinu, sem hafi skrifað þessi orð.

Önnur nokkuð vinsæl kenning er að þetta sé ákall á hjálp frá fórnarlömbum mansals. Það þykir styðja þessa kenningu að svæðið er nærri Union Pacific sem er eitt stærsta vöruflutningafyrirtæki Bandaríkjanna. Fyrirtækið geymir mörg hundruð flutningavagna nærri svæðinu þar sem skilaboðin hafa sést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Í gær

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana