fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Pressan

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna

Pressan
Mánudaginn 3. febrúar 2025 04:15

Eliza og Henrietta. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henrietta og Eliza Huszti, 32 ára systur, hurfu sporlaust í Aberdeen í Skotlandi 7. janúar. Mikil leit var gerð að þeim og virðist hún hafa skilað árangri á föstudaginn þegar tvö lík fundust í River Dee en síðast sást til systranna á brú yfir ánni.

Enn á eftir að bera formleg kennsl á líkin en lögreglan hefur nú þegar tilkynnt foreldrum systranna og bróður þeirra, þau voru þríburar, um líkfundinn.

Metro bendir á að nú sé leitinni að systrunum lokið en enn sé ýmsu ósvarað varðandi hvarf þeirra.

Daginn áður en systurnar hurfu, sást til þeirra á fyrrgreindri brú. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna að þær voru með bakpoka, voru á brúnni og nærliggjandi göngustíg í um fimm mínútur og áttu ekki í samskiptum við neinn. Þær héldu síðan áfram för sinni í gegnum miðborgina og heim til sín í Charlotte Street hverfinu. Lögreglan segir að ekkert hafi komið fram sem bendi til að þær hafi yfirgefið íbúðina fyrr en skömmu áður en síðast sást til þeirra við ána.

Textaskilaboð voru send úr síma Henrietta til leigusala þeirra klukkan 02.12 þann 7. janúar. Hljóðuðu þau upp á að systurnar myndu ekki snúa aftur í íbúðina. Síminn var staðsettur nærri Victoria Bridge þegar skilaboðin voru send. Síminn aftengdist síðan farsímakerfinu og hefur ekki tengst því aftur að sögn lögreglunnar.  Daginn eftir tilkynnti leigusalinn lögreglunni að hún hefði áhyggjur af systrunum og að eigur þeirra væru í íbúðinni. Lögreglan segir að systurnar hafi ekki sagt fjölskyldu sinni að þær væru á förum úr íbúðinni.

Bróðir þeirra, Jozsef, segir að þær hafi ekki látið fjölskyldu sína vita að þær væru að fara að flytja. Þær hafi ekki minnst einu orði á það í símtali við móður sína á laugardeginum áður en þær hurfu. Í samtali við BBC sagði hann að þær hafi sent leigusalanum skilaboð um að þær vildu hætta að leigja hjá henni samstundis, fjölskyldan hafi ekki haft neina vitneskju um þetta.

Nágrannar systranna segja að öskur hafi heyrst frá íbúð þeirra nóttina sem þær hurfu og hefur því verið velt upp hvort þær hafi orðið fyrir meiðslum og hvort þriðji aðili hafi verið til staðar í íbúðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast
Pressan
Í gær

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna
Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt myndband frá lestarstöð

Óhugnanlegt myndband frá lestarstöð