fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Pressan
Mánudaginn 3. febrúar 2025 15:00

Þrýstiklefi sambærilegur þeim sem sprakk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm ára barn lést í úthverfi bandarísku borgarinnar Detroit á föstudag þegar háþrýstiklefi á sjúkrahúsi í borginni sprakk. Móðir barnsins slasaðist einnig í sprengingunni.

Verið var að meðhöndla barnið í klefanum þegar slysið varð. Móðirin sem stóð við hliðina á tækinu hlaut áverka á öðrum handleggnum, að því er fram kemur í frétt AP.

Ben Chancock, yfirmaður lögreglu á svæðinu, segir að slysið sé í rannsókn og að á þessari stundu sé ekki vitað hvað fór úrskeiðis.

Háþrýstiklefar eru notaðir til að meðhöndla ýmsa kvilla en í honum anda sjúklingar að sér hreinu súrefni og er loftþrýstingur hærri en venjulega. Þetta mun stuðla að aukinni súrefnismettun í líkamanum. Í frétt AP kemur fram að slys af þessu tagi séu afar sjaldgæf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?
Pressan
Í gær

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu