En það er hægt að losna við þá á einfaldan hátt og það eina sem þarf til er klósettpappír. Itswaentsje skýrir frá þessu og segir að þegar þrifunum sé lokið og búið að þrífa yfirborðsfleti, þá þurfi bara að taka klósettpappír og þurrka blautu svæðin.
Hugmyndin á bak við þetta er að þú þurrkir síðustu dropana áður en þeir gufa upp og skilja bletti eftir.
Það kemur mörgum á óvart hversu vel þetta virkar. Tuska virkar ekki eins vel, því hún er yfirleitt rök eða blaut áður en byrjað er að þurrka bleytuna. Klósettpappírinn er hins vegar þurr og því þurrkar hann vatnið alveg.
Það er síðan bónus að klósettpappír er alltaf við höndina inni á baðherbergi.