Það þarf kannski ekki að koma á óvart að það er Sviss sem trónir á toppnum því landið er þekkt fyrir súkkulaðiframleiðslu sína, til dæmis Toblerone og Lindt.
Hver Svisslendingur borðar að meðaltali 10-12 kíló af súkkulaði á ári.
Súkkulaðiframleiðsla á sér langa sögu í Sviss og var landið frumherji hvað varðar framleiðslu mjólkursúkkulaðis. Svissneskt súkkulaði er heimsfrægt og um leið fastur hluti af lífi landsmanna.
Súkkulaði er ekki bara aukabiti í Sviss, það er hluti af menningarlegri sjálfsvitund þjóðarinnar. Súkkulaði er borið fram við hvert tækifæri, allt frá hátíðum á borð við jól og páska til venjulegra hversdagsatburða.
Svisslendingar líta á súkkulaði sem lúxus en um leið uppsprettu gleði og þæginda.
Mörg súkkulaðisöfn eru í landinu og auðvitað margar súkkulaðiverksmiðjur. Margir ferðamenn fara heim með ferðatöskurnar fullar af svissnesku súkkulaði.
En það eru fleiri þjóðir sem elska súkkulaði. Næst á eftir Sviss hvað varðar súkkulaðineyslu, koma Þýskaland, Austurríki og Írland en í þessum löndum neytir hver landsmaður 8-10 kílóa af súkkulaði, að meðaltali, á ári.