Ef svo er, þá erum við með góðar fréttir fyrir þig. Matvælasérfræðingur segir að á einfaldan hátt sé hægt að lengja geymsluþol lárperu um 30 daga.
Amy Lynn Cross, stofnandi The Cross Legacy segir að margir geymi lárperur á rangan hátt, sérstaklega með því að setja þær í vatn. Það er vinsæl aðferð sem fer ansi mikinn á samfélagsmiðlum.
Amy segir að ef þetta er gert, þá geti það örvað bakteríuvöxt og gert lárperuna hættulega heilsunni. Express skýrir frá þessu.
Amy sagði að ef lengja á geymsluþol lárperu þá sé best að byrja á að fjarlægja límmiðana af henni. Því næst er hún látin ofan í skál þar sem er blanda af köldu vatni á móti 5% eimuðu hvítu ediki en sú blanda drepur bakteríur og lengir geymsluþolið að hennar sögn.
Lárperan á að liggja í þessari blöndu í nákvæmlega tvær mínútur, alls ekki lengur því þá kemur edikbragð af henni.
Því næst á að skola lárperuna undir rennandi vatni og þurrka hana.
Hún á síðan að þorna alveg áður en hún er sett í loftþéttar umbúðir.