fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Pressan

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Pressan
Laugardaginn 1. febrúar 2025 14:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu mánudagurinn í janúar er oft kallaður „Skilnaðardagurinn“ í Bretlandi. Ástæðan er að þennan dag berast flestar umsóknir um skilnað þar í landi.

Express skýrir frá þessu og hefur í þessu samhengi eftir James Brien, höfundi bókarinnar „The Mindful Divorce: How to Heal and be Happy after Separation“ og stofnanda vefsíðunnar Easy Online Divorce, að í huga margra þá marki áramót þáttaskil þar sem tími sé kominn til að horfa um öxl og vega og meta lífið og framtíðina.

„Ef lífið heima fyrir er óhamingjusamt, þá getur janúar verið tækifærið til að byrja upp á nýtt. Ég upplifi sjaldan að hjón ákveði í bráðræði að skilja en það eru nokkrar mikilvægar spurningar, sem fólk ætti að íhuga, áður en ákvörðun er tekin,“ sagði hann.

Er hægt að leysa vandamálin? Skilnaður er aldrei auðveld ákvörðun, sérstaklega ekki ef börn eru til staðar. Þess vegna er mikilvægt að báðir aðilar ræði hvort það sé hægt að leysa vandamálin. „Framhjáhald, fjárhagsvandræði, að vaxa frá hvort öðru, skortur á kynlífi og nánd . . . það eru magar ástæður fyrir hjónabandsvandræðum,“ sagði Brien og bætti við að óháð því hver ástæðan sé, þá eigi fólk að íhuga hvort það sé hægt að sigrast á vandamálunum. „Hefur þú gert makanum skýra grein fyrir tilfinningum þínum? Oft klikka samskiptin og við höldum að makinn viti hvernig okkur líður, en það er ekki alltaf þannig.“

Viljum við bæði vinna að því að leysa þetta? Þegar búið er að greina vandann, þá eiga báðir aðilar að íhuga hvort þeir vilji leysa hann. „Hjónaband krefst vinnu og ef maður vill bjarga því, þá verða yfirleitt báðir aðilar að vera tilbúnir til að gera breytingar,“ sagði Brien.

Getur ráðgjöf hjálpað okkur? Ef samskiptin eru svo slæm að það er erfitt að tala saman, þá getur verið nauðsynlegt að fá utanaðkomandi hjálp. Brien sagði að ráðgjafi aðstoðað pör, sem vilja bjarga hjónabandinu, en vita ekki hvernig á að byrja. „Þrátt fyrir að það leysi ekki allan vanda, þá getur aðstoð fagmanna hjálpað til við að bæta samskiptin og gera fólki auðveldara fyrir við að ræða um vandamálin,“ sagði Brien.

Hvernig getum við verið foreldrar saman? Ef börn eru í spilinu, þá er mikilvægt að ræða hvernig tilhögunin á að vera með þau. Það þarf að vera búið að ákveða það áður en gengið er frá skilnaðinum. „Eftir skilnað eru börnin oft, með réttu, forgangsverkefni. Það er mikilvægt að íhuga hvernig þetta á að vera: Á annað foreldrið að vera með fullt forræði? Eigið þið að deila ábyrgðinni? Munu börnin búa áfram á sama stað? Það er mikilvægt að spyrja þessara spurninga snemma, því það veitir betri yfirsýn yfir framtíðina,“ sagði Brien.

Erum við undirbúin fyrir fjárhagslegar afleiðingar? Skilnaður getur haft mikil fjárhagsleg áhrif og það er því eitthvað sem þarf að taka með í reikninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband frá lestarstöð

Óhugnanlegt myndband frá lestarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skotinn til bana nokkrum dögum eftir að hafa verið náðaður af Trump

Skotinn til bana nokkrum dögum eftir að hafa verið náðaður af Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Í fyrsta sinn í 30 ár – Fimm dagar í röð án þess að nokkur væri skotinn í New York – Jinxaði löggan þetta?

Í fyrsta sinn í 30 ár – Fimm dagar í röð án þess að nokkur væri skotinn í New York – Jinxaði löggan þetta?