Kodi Glenn Simon og Kateri Ann Simon voru handtekin í Ohio í síðustu viku vegna málsins en dóttir þeirra, Maeve Simon, lést í nóvember 2022.
Mirror segir að lögreglan segir að Maeve hafi látist í lok nóvember 2022 þar sem hún var í ferðarúmi. Ferðataska, full af bókum, var sett ofan á það til að koma í veg fyrir að hún kæmist út úr rúminu.
Hún vaknaði að sögn oft á nóttunni og átti til að klifra út úr vöggunni, drasla út í herberginu sínu og vekja systkin sín.
Af þeim sökum settu foreldrar hennar ferðatösku ofan á rúmið. Hún datt ofan í það og kramdi Maeve til bana.
Foreldrarnir eiga yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp af gáleysi.