fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Pressan

„Mér líður eins og ofurkonu“ – Engin hefur lifað lengur með ígrætt líffæri úr svíni

Pressan
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 08:30

Twoana Looney. Mynd: Ms Looney / NYU Langone Health

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins fjórir Bandaríkjamenn hafa fengið erfðabreytt líffæri úr svínum grædd í sig og enginn hefur lifað lengur en í tvo mánuði nema Towana Looney, sem er 53 ára. Hún hefur nú lifað í rúma tvo mánuði með erfðabreytt nýra úr svíni í sér.

Sky News segir að nýrað hafi verið grætt í Looney í nóvember en hún hafði verið á biðlista eftir nýju nýra í tæp átta ár og átti litla von um að nýra myndi finnast handa henni.

Hún gaf móður sinni nýra 1999 en síðan brást hennar eigin nýra nokkrum árum síðar vegna vandamála sem komu upp á meðgöngu.

Hún segir að henni líði eins og „ofurkonu“ eftir vel heppnaða aðgerð og segist halda ættingjum sínum uppteknum með að fara í langar gönguferðir um New York borg.

Hún útskrifaðist af sjúkrahúsi 11 dögum eftir ígræðsluna en hefur verið í New York til að læknar geti fylgst með henni. Hún fær væntanlega að fara heim til Alabama fljótlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessa hluti á ekki að hafa nærri beininum því þeir hafa áhrif á nethraðann

Þessa hluti á ekki að hafa nærri beininum því þeir hafa áhrif á nethraðann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vita hvað gerðist þegar þrír vinir fundust frosnir í hel í garði fjórða vinarins

Vita hvað gerðist þegar þrír vinir fundust frosnir í hel í garði fjórða vinarins