fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Pressan

Kóranbrennari tekinn af lífi í Svíþjóð – Morðið sýnt í beinni

Pressan
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 10:55

Salwan Momika er látinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salwam Momika, karlmaður sem vakti þjóðarathygli í Svíþjóð fyrir nokkrum misserum fyrir að brenna í þó nokkur skipti eintök af Kóraninum, var myrtur í íbúð í Södertalje í gærkvöldi. Morðinginn var í beinni útsendingu á TikTok þegar hann tók Momika af lífi.

Momika þessi kom til Svíþjóðar sem flóttamaður frá Írak og kallaði hann eftir því að Kóraninn yrði bannaður í landinu – uppátæki sem vakti reiði margra. Hann hafði sætt miklum hótunum og var til dæmis ráðist á hann í Södertalje sumarið 2023.

Sjá einnig: Ráðist á mann sem hefur staðið fyrir mörgum Kóranbrennum

Momika og annar karlmaður, Salwan Najem, höfðu báðir verið ákærðir fyrir hatursorðræðu í tengslum við brennurnar og átti dómur í máli þeirra að falla í dag. Dómsuppsögunni hefur nú verið frestað þar til eftir helgi.

Lögreglumenn komu að Salwam, illa særðum eftir skotsár, í íbúðinni og var hann fluttur á slysadeild þar sem hann lést af sárum sínum skömmu síðar.

Fimm hafa verið handteknir í tengslum við morðið í gærkvöldi.

„Ég er næstur,“ sagði Najem, félagi Momika, á samfélagsmiðlinum X eftir að fréttir af morðinu spurðust út í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Í gær

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“