fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Var á leið út í búð þegar svartbjörn með hundaæði réðst á hann – Sjáðu myndbandið

Pressan
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Neirer var í sakleysi sínu á gangi á göngustíg skammt frá bænum Jim Thorpe í Pennsylvaníu þann 19. janúar síðastliðinn þegar hann mætti skyndilega litlum svartbirni.

Jim Thorpe, sem nefndur er í höfuðið á samnefndum bandarískum Ólympíuverðlaunahafa, er fjögur þúsund manna bær rúma hundrað kílómetra norðvestur af Philadelphiu.

Andrew var á leið út í búð og gekk á göngustíg sem liggur með fram skóglendi þegar svartbjörnin kom upp út úr skógarrjóðrinu og réðst á hann. Hann bæði klóraði hann og beit með þeim afleiðingum að Andrew féll í jörðina og átti í raun við ofurefli að etja.

Sem betur fer sá nágranni hvað var í gangi og var hann fljótur að ná í skotvopn og drepa björninn.

Eftir að rannsóknir voru gerðar á birninum kom í ljós að hann var sýktur af hundaæði. Andrew hlaut viðeigandi meðferð strax og er búist við því að hann nái fullum bata.

Sjálfur segir hann við bandaríska fjölmiðla að hann sé leiður yfir örlögum bjarndýrsins. „Vanalega gera þeir manni ekki neitt en þeir eru svangir og ættu að vera í dvala. En veðrið í vetur hefur verið skrýtið: heitt, kalt, milt, kalt. En þetta hefði getað farið miklu verr,“ segir hann.

Andrew má teljast heppinn að hafa hlotið strax viðeigandi meðferð enda er hundaæði banvænn sjúkdómur þegar einkenni byrja að koma fram. Einkenni byrja vanalega að koma fram nokkrum vikum eftir útsetningu og mjög mikilvægt að fá bóluefni við veirunni innan nokkurra klukkustunda frá biti eða klóri.

Í frétt CBS News kemur fram að svartbjörnum í Pennsylvaníu hafi fjölgað hratt síðustu áratugi. Á áttunda áratugnum voru aðeins um 4.000 svartbirnir í ríkinu en nú er talið að þeir séu um 18 þúsund. Sjaldgæft er að þeir beri með sér hundaæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?
Pressan
Í gær

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu