En aðeins fjórum mínútum eftir að lögreglan skýrði frá þessu á samfélagsmiðlum, þá var tilkynnt um skotárás. Spurningin er því hvort löggan hafi jinxað þetta?
Í færslu á X skrifaði lögreglan að frá því að tölvukerfi hennar var tekið í notkun 1994, hafi aldrei liðið svona langur tími á milli tilkynntra skotárása.
New York Post segir að aðeins fjórum mínútum eftir að færslan var birt, hafi 34 ára karlmaður verið skotinn nokkrum skotum í Brooklyn.
Lögreglan hefur í auknum mæli beint sjónum sínum að glæpamönnum sem nota ólögleg skotvopn og segir að þetta hafi orðið til þess að verulega hafi dregið úr skotárásum.