fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Pressan

Það að kona neiti að stunda kynlíf er ekki rangt og það er ekki skilnaðarsök segir Mannréttindadómstóllinn

Pressan
Mánudaginn 27. janúar 2025 19:30

Mannréttindadómstóllinn í Strassbourg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindadómstóll Evrópu segir að það að kona neiti að stunda kynlíf með eiginmanni sínum sé ekki eitthvað sem eigi að kenni henni um og að hún geri ekki neitt rangt.

Það var 69 ára frönsk kona sem skaut málinu til dómsins eftir að eiginmaður hennar fékk skilnað frá henni á þeim grundvelli að það væri eingöngu henni að kenna að þau væru hætt að stunda kynlíf.

Dómararnir voru allir sammála um að brotið hefði verið gegn rétti konunnar til einka- og fjölskyldulífs með því að veita manninum skilnað á þessum grundvelli. Henni væri tryggður réttur til einka- og fjölskyldulífs samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu.

Konan var ekki á móti skilnaðinum og hafði í raun sjálf einnig sótt um skilnað. En kvörtun hennar til Mannréttindadómstólsins snerist um á hvaða grundvelli skilnaðurinn var veittur.

Mannréttindadómstóllinn sagði að það þurfi að taka „samþykki“ með í reikninginn þegar kemur að kynlífi og hjónabandsskyldum. Segir hann að tilvist hjónabandsskyldu af þessu tagi stangist á við kynfrelsi og réttarins til að ráða yfir eiginn líkama. Eiginmaðurinn hefði getað sótt um skilnað á þeim grunni að hjónabandið væri farið út um þúfur og engin leið væri að lagfæra það, en ekki á öðrum grunni eins og hann gerði.

Fólkið gekk í hjónaband 1984 og eignaðist 4 börn, þar á meðal fatlaða dóttur sem krafðist stöðugrar umönnunar og tók móðir hennar það hlutverk að sér.

Samband hjónanna byrjaði að versna um leið og fyrsta barn þeirra var fætt. Konan byrjaði að glíma við heilsufarsvandamál 1992 og tíu árum síðar byrjaði eiginmaðurinn að beita hana andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hún hætti að stunda kynlíf með honum 2004 og sótti um skilnað 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir
Pressan
Í gær

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bæði kynin dragast að klámi

Bæði kynin dragast að klámi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoða óhugnanlega kenningu í máli breskra hjóna sem fundust myrt í Frakklandi

Skoða óhugnanlega kenningu í máli breskra hjóna sem fundust myrt í Frakklandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar ætla að smíða risastóra sólarorkustöð í geimnum – Gæti aflað meiri orku á einu ári en „öll olían á jörðinni“

Kínverjar ætla að smíða risastóra sólarorkustöð í geimnum – Gæti aflað meiri orku á einu ári en „öll olían á jörðinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kristinn greinahöfundur sem sakaði dragdrottningar um að kyngera börn hefur verið handtekinn fyrir brot gegn barni

Kristinn greinahöfundur sem sakaði dragdrottningar um að kyngera börn hefur verið handtekinn fyrir brot gegn barni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sektaður fyrir að hafa verið drukkin þegar hann flaug dróna

Sektaður fyrir að hafa verið drukkin þegar hann flaug dróna