Það var á fimmtudaginn sem orðið birtist efst á heimasíðunni. Þar stóð í skamma stund „hospice“ (líknardeild).
Úr þessu urðu miklar vangaveltur meðal fólks og í fjölmiðlum því engin virtist vita af hverju þetta orð birtist á heimasíðunni. Flestir tengja orðið væntanlega við sjúkdóma og andlát. Það var fjarlægt eftir að notandi á samfélagsmiðlinum X benti á þetta.
People hefur sett fram hugsanlega skýringu á þessu og bendir á að Camilla drottning hafi heimsótt líknardeild á þriðjudaginn, eitt af mörgum opinberum verkefnum hennar.
En þar sem bæði Karl konungur og Katrín hertogaynja greindust með krabbamein á síðasta ári, vakti orðið miklar áhyggjur hjá mörgum. Ekkert hefur þó komið fram um að þau hafi lagst inn á líknardeild.