BBC segir að þetta sé mat margra vísindamanna eftir tilraunir með töfluna.
Ormar berast í milljónir manna árlega með mat eða vatni sem ormar hafa verpt í. Það eru oftast börn sem verða fórnarlömb sníkjudýranna.
Þegar ormarnir koma inn í líkamann, taka þeir sér bólfestu í þörmunum og geta valdið alvarlegum vandamálum á borð við vannæringu og blóðskort.
Eins og áður sagði, þá bragðast taflan eins og mangó en hún er blanda af tveimur eldri lyfjum gegn sníkjudýrum. Virkni þeirra virðist vera enn meiri þegar þær eru notaðar saman að því er kemur fram í rannsókn, sem heitir Alive, sem vísindamenn frá átta afrískum og evrópskum stofnunum standa fyrir.
Taflan var gefin 1.001 barni, á aldrinum 5 til 18 ára, í Eþíópíu, Kenía og Mósambík.
„Við vonum að blanda þessara tveggja lyfja, með mismunandi áhrif, minnki líkurnar á hættunni á að sníkjudýrin verði ónæm,“ sagði Jose Munoz, prófessor í samtali við BBC.