fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Pressan

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Pressan
Sunnudaginn 26. janúar 2025 07:30

Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gætu verið góðar fréttir á leiðinni fyrir þann 1,5 milljarð manna sem glímir við orma í iðrunum. Ný tafla, með mangóbragði, lofar góðu í baráttunni við þessi sníkjudýr.

BBC segir að þetta sé mat margra vísindamanna eftir tilraunir með töfluna.

Ormar berast í milljónir manna árlega með mat eða vatni sem ormar hafa verpt í. Það eru oftast börn sem verða fórnarlömb sníkjudýranna.

Þegar ormarnir koma inn í líkamann, taka þeir sér bólfestu í þörmunum og geta valdið alvarlegum vandamálum á borð við vannæringu og blóðskort.

Eins og áður sagði, þá bragðast taflan eins og mangó en hún er blanda af tveimur eldri lyfjum gegn sníkjudýrum. Virkni þeirra virðist vera enn meiri þegar þær eru notaðar saman að því er kemur fram í rannsókn, sem heitir Alive, sem vísindamenn frá átta afrískum og evrópskum stofnunum standa fyrir.

Taflan var gefin 1.001 barni, á aldrinum 5 til 18 ára, í Eþíópíu, Kenía og Mósambík.

„Við vonum að blanda þessara tveggja lyfja, með mismunandi áhrif, minnki líkurnar á hættunni á að sníkjudýrin verði ónæm,“ sagði Jose Munoz, prófessor í samtali við BBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni
Pressan
Í gær

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn frumbyggja í þorp í Amazon – Tilheyrir einum einangraðasta þjóðflokki heims

Óvænt heimsókn frumbyggja í þorp í Amazon – Tilheyrir einum einangraðasta þjóðflokki heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Niðurbrotin fjölskylda stefnir hóteli í Las Vegas – Fjölskyldufaðirinn lést einn og yfirgefinn þrátt fyrir augljós veikindi

Niðurbrotin fjölskylda stefnir hóteli í Las Vegas – Fjölskyldufaðirinn lést einn og yfirgefinn þrátt fyrir augljós veikindi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vissi ekki hvaða leyndarmál íbúðin hennar í Kaupmannahöfn geymdi fyrr en hún fékk óhugnanlegt símtal

Vissi ekki hvaða leyndarmál íbúðin hennar í Kaupmannahöfn geymdi fyrr en hún fékk óhugnanlegt símtal