fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Pressan
Sunnudaginn 26. janúar 2025 22:00

Ætli öllum líki við alla þarna? Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þér einhvern tímann fundist eins og einhverjum líki ekki við þig, jafnvel þótt þeir hafi ekki sagt það hreint út? Það getur verið erfitt að setja fingur á slíka tilfinningu en ákveðin líkamstjáning getur sagt meira en orð.

Bandaríski sálfræðingurinn Francesca Tighinean, skýrði frá fimm einföldum merkjum sem benda til að einhverjum líki ekki við þig.

Forðast augnsamband – Eitt mest áberandi merkið er ef viðkomandi forðast augnsamband við þig. Francesca segir að þetta geti verið aðferð til að forðast dýpri tengingu eða samtöl.

Samanklemmdar varir – Ef einhver klemmir varirnar saman, þá getur það verið vísbending um pirring, stress eða óánægju. Þetta er lúmskt en afhjúpandi smáatriði sem fólki yfirsést oft.

Líkaminn vísar frá þér – Líkamsstaðan getur komið upp um tilfinningar fólks. Ef fætur þess eða líkami vísa frá þér, kannski að dyrum eða öðrum punkti í herberginu, þá getur það verið merki um að viðkomandi vill binda endi á samskiptin við þig.

Setja upp varnir – Að krossleggja handleggina, setja tösku á milli ykkar eða stíga skref aftur á bak getur verið merki um að viðkomandi vilji hafa ákveðna líkamlega eða andlega fjarlægð á milli ykkar. Þetta gerist oft ómeðvitað en er merki um ákveðin óþægindi.

Brosir ekki – Ef viðkomandi brosir ekki alvöru brosi eða sýnir lítil svipbrigði, þá getur það verið merki um lítinn áhuga eða hlýju í samskiptum ykkar. Raunverulegt bros er mikilvægur hluti af jákvæðum samskiptum og ef það er ekki til staðar, þá getur það sagt margt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Í gær

Hver bar ábyrgð á umfangsmikilli netárás á X í gær?

Hver bar ábyrgð á umfangsmikilli netárás á X í gær?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ef þú finnur bleikt slím í baðherberginu verður að taka það mjög alvarlega

Ef þú finnur bleikt slím í baðherberginu verður að taka það mjög alvarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna áttu alltaf að skoða eggin í eggjabakkanum vel

Þess vegna áttu alltaf að skoða eggin í eggjabakkanum vel