fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Pressan
Sunnudaginn 26. janúar 2025 22:00

Ætli öllum líki við alla þarna? Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þér einhvern tímann fundist eins og einhverjum líki ekki við þig, jafnvel þótt þeir hafi ekki sagt það hreint út? Það getur verið erfitt að setja fingur á slíka tilfinningu en ákveðin líkamstjáning getur sagt meira en orð.

Bandaríski sálfræðingurinn Francesca Tighinean, skýrði frá fimm einföldum merkjum sem benda til að einhverjum líki ekki við þig.

Forðast augnsamband – Eitt mest áberandi merkið er ef viðkomandi forðast augnsamband við þig. Francesca segir að þetta geti verið aðferð til að forðast dýpri tengingu eða samtöl.

Samanklemmdar varir – Ef einhver klemmir varirnar saman, þá getur það verið vísbending um pirring, stress eða óánægju. Þetta er lúmskt en afhjúpandi smáatriði sem fólki yfirsést oft.

Líkaminn vísar frá þér – Líkamsstaðan getur komið upp um tilfinningar fólks. Ef fætur þess eða líkami vísa frá þér, kannski að dyrum eða öðrum punkti í herberginu, þá getur það verið merki um að viðkomandi vill binda endi á samskiptin við þig.

Setja upp varnir – Að krossleggja handleggina, setja tösku á milli ykkar eða stíga skref aftur á bak getur verið merki um að viðkomandi vilji hafa ákveðna líkamlega eða andlega fjarlægð á milli ykkar. Þetta gerist oft ómeðvitað en er merki um ákveðin óþægindi.

Brosir ekki – Ef viðkomandi brosir ekki alvöru brosi eða sýnir lítil svipbrigði, þá getur það verið merki um lítinn áhuga eða hlýju í samskiptum ykkar. Raunverulegt bros er mikilvægur hluti af jákvæðum samskiptum og ef það er ekki til staðar, þá getur það sagt margt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði