fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Hér er besti matur í heimi

Pressan
Sunnudaginn 26. janúar 2025 20:30

Grískur kjúklingur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að mat í fríinu, þá velja sumir sér áfangastað út frá matnum sem er í boði þar. Það er auðvitað gert í von um að upplifa sannkallaða matarveislu þar sem gæði matarins eru í toppi.

Í nýrri rannsókn frá TasteAtlas er afhjúpað í hvaða landi besti maturinn er á boðstólum. Það kemur kannski sumum á óvart að það eru ekki Ítalía eða Frakkland sem eru í fyrsta sætinu.

TasteAtlas greindi tæplega 500.000 umsagnir um rúmlega 15.000 rétti.

Niðurstaða þessarar greininga er að besti maturinn sé í Grikklandi. The Mirror skýrir frá þessu.

Þekkti grískir réttir eins og stifado, moussaka, dolma, gyros, tzatziki og salöt eru meðal þeirra rétta sem heilluðu dómarana.

Margir telja að ítalskur matur sé sá besti í heimi en landið lenti í öðru sæti og það voru auðvitað pitsur, pasta, risotto og tiramisu sem tryggðu það sæti.

Matur er stór hluti af menningu margra landa og laðar milljónir ferðamanna til sín árlega. En það eru einnig lönd, þar sem matarmenningin þykir ekki upp á marga fiska. Þar má nefna Bretland sem lenti í 48. sæti með djúpsteikta fiskinn sinn og franskar kartöflur.

Hér fyrir neðan eru tíu efstu löndin talin upp og er sigurlandið fyrst og síðan er talið niður í tíunda sæti.

Grikkland

Ítalía

Mexíkó

Spánn

Portúgal

Tyrkland

Indónesía

Frakkland

Japan

Kína

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Í gær

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver bar ábyrgð á umfangsmikilli netárás á X í gær?

Hver bar ábyrgð á umfangsmikilli netárás á X í gær?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat