Rúmlega 136.000 manns tóku þátt í rannsókninni sem náði yfir 24 ára tímabil, eða frá 1985 til 2014. Allir þátttakendurnir voru yngri en 65 ára og þeir þyngdust almennt á rannsóknartímanum.
Þátttakendurnir deildu heilsufarssögu sinni með vísindamönnunum, persónulegum upplýsingum og upplýsingum um lífsstíl sinn í upphafi rannsóknarinnar og síðan fjórða hvert ár.
Þátttakendurnir þyngdust að meðaltali um 1,5 kg á hverju fjögurra ára tímabili.
Rannsóknin leiddi í ljós að þeir sem borðuðu grænmeti, sem inniheldur sterkju, voru líklegri til að þyngjast meira en þeir sem borðuðu grænmeti sem inniheldur ekki sterkju. Express skýrir frá þessu.
Þeir sem borðuðu ekki grænmeti, sem inniheldur sterkju, þyngdust almennt 3 kg minna en hinir þátttakendurnir.
Grænmetistegundirnar þrjár, sem orsökuðu þyngdaraukningu, eru kartöflur, maís og ertur.
Vísindamennirnir benda á að þar sem um athugunarrannsókn sé að ræða, þá sé ekki hægt að draga þá niðurstöðu með vissu að neysla ákveðinna grænmetistegunda valdi þyngdaraukningu. Einnig spili inni á að þátttakendurnir veittu sjálfir upplýsingarnar sem rannsóknin byggist á og það geti hafa litað þær.