Í bandarískri rannsókn, sem var birt á síðasta ári, var sjónunum beint að svefnvenjum fólks. 172.000 manns tóku þátt í rannsókninni.
Niðurstaðan var að góðar svefnvenjur hafa áhrif á ævilengdina. Góður svefn lengdi ævi karla að meðaltali um tæp fimm ár en kvenna um 2,5 ár.
Í rannsókninni voru góðar svefnvenjur flokkaðar sem: að sofna hratt, stöðugur nætursvefn án þess að vakna, 7-8 klukkustunda svefn, að vakna úthvíld(ur) og að hafa ekki þörf fyrir svefnlyf.
Þeim mun fleiri af þessum venjum, sem þátttakendurnir höfðu, þeim mun betra útlit var fyrir ævilengd þeirra. Þeir sem uppfylltu allar þessar venjur, juku ævilengd sína mest.
7-8 klukkustunda svefn er talinn vera sá hollasti.