fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Pressan

Nú er vitað hvar mun gjósa næst í Yellowstone

Pressan
Laugardaginn 25. janúar 2025 16:30

Frá Yellowstone en þar undir er ofureldfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hafa vísindamenn komist að því hvar mun gjósa næst þegar eldstöðin undir Yellowstone í Bandaríkjunum vaknar til lífsins.

Í nýrri rannsókn komust vísindamenn að því að aðeins á einu svæði er líklegt að fljótandi kvika sé til staðar til langs tíma. Telja þeir líklegt að það muni gjósa á norðaustursvæði þjóðgarðsins. Það þarf þó ekki að hafa áhyggjur af að eldstöðin gjósi í dag eða á morgun en einhvern tímann í framtíðinni mun gjósa í þessari ofureldstöð.

En óvíst er hvort Yellowstone verður enn þjóðgarður þegar næst gýs þar. Ninfa Bennington, meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Live Science að reikna megi með að næsta gos í Yellowstone verði ekki fyrr en eftir mörg hundruð þúsund ár.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature, kemur fram að kvikan undir Yellowstone sé ekki í einu stóru kvikuhólfi. Hún er í fjórum kvikuhólfum í eldstöðinni. Höfundar hennar segja að kvikan sem er á norðaustursvæðinu, sem kallast Sour Creek Dome, hitni af völdum steina á miklu dýpi. Í vesturhluta eldstöðvarinnar muni kvikan hins vegar líklega byrja að kólna og storkna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt
Pressan
Í gær

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er barnið þitt matvant

Þess vegna er barnið þitt matvant
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu
Pressan
Fyrir 4 dögum
Fannst eftir 41 ár