fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Vísindamaður kveður upp úr um hvort geimverur séu til eður ei

Pressan
Föstudaginn 24. janúar 2025 07:00

Eru þær til?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk ætti að hætta að leita að Stórfæti, Jetum eða Nessie af því að þessar verur eru ekki til. En við eigum að halda áfram að leita að lífi á öðrum plánetum.

Þetta segir Tim Coulson, prófessor í dýrafræði við Oxfordháskólann, sem veit meira en flestir um undarleg dýr sem ráfa hugsanlega um.

Í grein, sem hann skrifaði í The European, segir hann flest þau dýr, sem fólk telur að séu til án þess að hafa nokkrar sannanir, geti í raun ekki verið til, það sé útilokað út frá vísindalegum sjónarhóli.

Hann segir að á hinn bóginn séu „góðar líkur“ á að geimverur séu til.

„Alheimurinn er gríðarlega stór og við höfum bara kannað örlítið brot af honum,“ skrifaði hann og bætti við að ólíkt skógunum þar sem Stórfótur á að eiga heima, eða fjöllunum þar sem Jetíar eiga að halda til, þá höfum við bara rannsakað örsmátt horn þeirra staða þar sem geimverur gæti verið að finna.

Hann benti á að tilvist geimvera sé oft líkt við þjóðsagnadýr á jörðinni en líkurnar á að líf sé að finna á öðrum plánetum sé miklu meira en að þessi dýr séu til.

Coulson er talinn einn mesti sérfræðingur heimsins í líffræði og þróun, svo hann veit eitt og annað um lífverur.

Hvað varðar geimverur, þá er hann ekki sannfærður um að við munum finna þær. Hann bendir á að við höfum byrjað að senda útvarpsmerki út í geiminn fyrir 120 árum sem þýði að ef geimverur heyrðu þessar sendingar og svöruðu samstundis, þá hafi þær þurft að vera í innan við 60 ljósára fjarlægð til að við værum búin að heyra svar þeirra.

„Það eru um 3.000 stjörnur í innan við 60 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Það hljómar kannski eins og margar, en það er það ekki,“ skrifaði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?
Pressan
Í gær

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu