fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Skotárás á skóla í Nashville í gær – Gerandinn talinn hægri öfgamaður með dálæti á nýnasistum

Pressan
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotárás átti sér stað í skóla í Nashville, Bandaríkjunum, í gær. Gerandinn var 17 ára drengur sem var nemandi við skólann. Skotmaðurinn, Solomon Henderson, banaði samnemanda sínum og særði annan áður en hann beindi vopninu að sjálfum sér og svipti sig lífi.

Hin látna var 16 ára stúlka, Josselin Corea Escalenti. Henderson vék sér að henni í mötuneyti skólans og skaut hana eftir orðaskipti. Annar nemandi, 17 ára drengur, særðist lítillega í árásinni en hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Einn nemandi til viðbótar þurfti að leita læknisaðstoðar eftir að hafa fallið til jarðar í öngþveitinu sem myndaðist þegar skothríðin hófst.

Að sögn lögreglu liggur enn ekki fyrir hvers vegna Henderson mætti vopnaður í skólann en miðað við gögn sem hafa fundist um netnotkun var drengurinn öfgahægrimaður og var virkur á vefsvæðum nýnasista. Hafði Henderson meðal annars lýst yfir aðdáun sinni á öfgahægrinu og fjöldamorðingjum sem skilgreina sig sem incel, eða kynsvelta karlmenn.

Henderson hélt því fram að annar skotmaður, hin unga Samantha Rupnow sem framdi skotárás í skólanum sínum í Wisconsins í desember, hefði fylgt honum á samfélagsmiðlum. Rupnow var sömuleiðis aðdáandi nýnasista.

Rupnow, sem var 15 ára, banaði tveimur samnemendum sínum, særði sex aðra nemendur og beindi svo vopninu að sjálfri sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Í gær

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana