Auðkýfingurinn Elon Musk setti allt á hliðina með ræðu sinni á samkomu Repúblikana í kjölfar innsetningarathafnar Donald Trump á mánudaginn. Það voru ekki efnistökin sem vöktu svona mikla athygli heldur handahreyfingar auðkýfingsins sem margir telja að hafi falið í sér nasistakveðju.
Musk lagði fyrst aðra hönd sína á hjartastað og rétti svo hendina stífa út með lófann niður. Áður en hann gerði þetta sagði hann í ræðu sinni:
„Ég vil bara þakka ykkur fyrir að gera þetta [sigur Trump í kosningunum] að veruleika.“
Síðan gerði hann þessa umdeildu hreyfingu fyrst í átt til áhorfenda fyrir framan hann og næst sneri hann sér við og endurtók hreyfinguna fyrir áhorfendurna fyrir aftan.
Að því loknu bætti hann við: „Hjartað mitt er með ykkur.“
Málið hefur vakið heimsathygli og í gær hafði meintri nasistakveðju Musk verið varpað utan á verksmiðju bílaframleiðslu hans, Tesla, í Berlín. Tveir aðgerðahópar segjast bera ábyrgð á þessum gjörningi, annars vegar breski hópurinn Led By Donkeys og þýski hópurinn Zentrum für Politische Schönheit.
Wir haben gestern über eine Stunde aus der Tesla Gigafactory in Berlin Kunst gemacht. Die Polizei scheint schon in der faschistischen Totalüberwachung angekommen zu sein und wütet gegenüber den Medien: „Das Foto ist ein Fake.“ Weil sie keine „Feststellungen“ gemacht haben. Well… pic.twitter.com/70iHYAIGP8
— Zentrum für Politische Schönheit (@politicalbeauty) January 23, 2025
Sumir telja að Musk hafi í raun ætlað sér að senda áhorfendum hjarta sitt með táknrænum hætti. Aðrir segja það langsótta réttlætingu. Hægrimenn á samfélagsmiðlinum X hafa farið mikinn og gagnrýna vinstrimenn fyrir að uppnefna auðkýfinginn sem nasista. Stuðningsmenn Musk hafa til dæmis birt myndir af frægum demókrötum með útrétta hönd, líkt og í nasistakveðjunni. Gallinn við þessa málsvörn er að þar eru ekki birtar myndbönd því þegar myndböndin eru borin saman sést eðlismunur á handahreyfingunum. Hakkarahópurinn Anonymous hefur birt eftirfarandi samanburð:
All the right wing cope about Elon’s Nazi salute trying to compare pictures of dems, but let’s do a video analysis.
Dems doing Nazi salute: debunked. pic.twitter.com/Jm5RFqxqBg— Anonymous (@YourAnonNews) January 22, 2025
Eins hefur verið bent á að Musk hafi áður í ræðu sent áhorfendum hjarta en þá með allt öðrum hætti.
All the right wing cope about Elon’s Nazi salute trying to compare pictures of dems, but let’s do a video analysis.
Dems doing Nazi salute: debunked. pic.twitter.com/Jm5RFqxqBg— Anonymous (@YourAnonNews) January 22, 2025
Musk gefur lítið fyrir gagnrýnina og hefur hvatt vinstrimenn til að finna sér eitthvað annað að gera en að uppnefna fólk sem nasista.
The radical leftists are really upset that they had to take time out of their busy day praising Hamas to call me a Nazi
— Elon Musk (@elonmusk) January 23, 2025