fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Pressan

Meintri nasistakveðju Musk varpað á verksmiðju Tesla í Berlín

Pressan
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 10:47

Mynd/Zentrum für Politische Schönheit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðkýfingurinn Elon Musk setti allt á hliðina með ræðu sinni á samkomu Repúblikana í kjölfar innsetningarathafnar Donald Trump á mánudaginn. Það voru ekki efnistökin sem vöktu svona mikla athygli heldur handahreyfingar auðkýfingsins sem margir telja að hafi falið í sér nasistakveðju.

Musk lagði fyrst aðra hönd sína á hjartastað og rétti svo hendina stífa út með lófann niður. Áður en hann gerði þetta sagði hann í ræðu sinni:

„Ég vil bara þakka ykkur fyrir að gera þetta [sigur Trump í kosningunum] að veruleika.“

Síðan gerði hann þessa umdeildu hreyfingu fyrst í átt til áhorfenda fyrir framan hann og næst sneri hann sér við og endurtók hreyfinguna fyrir áhorfendurna fyrir aftan.

Að því loknu bætti hann við: „Hjartað mitt er með ykkur.“

Málið hefur vakið heimsathygli og í gær hafði meintri nasistakveðju Musk verið varpað utan á verksmiðju bílaframleiðslu hans, Tesla, í Berlín. Tveir aðgerðahópar segjast bera ábyrgð á þessum gjörningi, annars vegar breski hópurinn Led By Donkeys og þýski hópurinn Zentrum für Politische Schönheit.

Sumir telja að Musk hafi í raun ætlað sér að senda áhorfendum hjarta sitt með táknrænum hætti. Aðrir segja það langsótta réttlætingu. Hægrimenn á samfélagsmiðlinum X hafa farið mikinn og gagnrýna vinstrimenn fyrir að uppnefna auðkýfinginn sem nasista. Stuðningsmenn Musk hafa til dæmis birt myndir af frægum demókrötum með útrétta hönd, líkt og í nasistakveðjunni. Gallinn við þessa málsvörn er að þar eru ekki birtar myndbönd því þegar myndböndin eru borin saman sést eðlismunur á handahreyfingunum. Hakkarahópurinn Anonymous hefur birt eftirfarandi samanburð:

Eins hefur verið bent á að Musk hafi áður í ræðu sent áhorfendum hjarta en þá með allt öðrum hætti.

Musk gefur lítið fyrir gagnrýnina og hefur hvatt vinstrimenn til að finna sér eitthvað annað að gera en að uppnefna fólk sem nasista.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bayern gefst upp í bili
Pressan
Í gær

Þess vegna er barnið þitt matvant

Þess vegna er barnið þitt matvant
Pressan
Í gær

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings
Pressan
Í gær

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu
Pressan
Fyrir 2 dögum
Fannst eftir 41 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Mér líður eins og ofurkonu“ – Engin hefur lifað lengur með ígrætt líffæri úr svíni

„Mér líður eins og ofurkonu“ – Engin hefur lifað lengur með ígrætt líffæri úr svíni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja hugsanlegt að hinn grunaði í máli Madeleine McCann flýji frá Evrópu og fari í lýtaaðgerð

Telja hugsanlegt að hinn grunaði í máli Madeleine McCann flýji frá Evrópu og fari í lýtaaðgerð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjar upplýsingar um barnamorðingjann – Hefði getað drepið 12.000 manns

Nýjar upplýsingar um barnamorðingjann – Hefði getað drepið 12.000 manns