Curran stóð við hlið Trumps þegar hann var skotinn í eyrað á kosningafundi í Pennsylvaníuríki þann 13. júlí í fyrrasumar og skýldi forsetaframbjóðandanum ásamt nokkrum öðrum viðbragðsaðilum.
Curran hefur starfað sem yfirmaður í öryggisteymi Trumps og sagði forsetinn að Curran væri „góður föðurlandsvinur“ sem hefði gætt öryggis Trumps og fjölskyldu hans undanfarin ár.
„Þess vegna treysti ég honum til að leiða hina hugrökku karla og konur sem starfa hjá leyniþjónustunni,“ sagði hann.
Leyniþjónustan var gagnrýnd harkalega eftir morðtilræðið í fyrrasumar og leiddi það til þess að Kimberly Cheatle sagði af sér sem yfirmaður stofnunarinnar.
Curran hefur starfað fyrir Trump undanfarin fjögur ár en þar áður var hann í lífvarðarteymi Baracks Obama, fyrrverandi forseta.