Stúlkan, Sofia, var aðeins sólarhringsgömul þegar konan rændi stúlkunni en atvikið náðist á eftirlitsmyndavélar á spítalanum. Þar sést konan með grímu fyrir andlitinu þar sem hún nýtur aðstoðar karlmanns við verknaðinn.
Mjög umfangsmikil lögregluaðgerð fór af stað þegar það uppgötvaðist að stúlkan væri horfin og var nærliggjandi götum í nágrenni spítalans lokað.
Þremur tímum síðar var 53 ára kona, Rosa Vespa að nafni, handtekin sem og umræddur maður, hinn 53 ára gamli Aqua Moses. Rosa er fædd í Cosenza en Aqua er af senegölsku bergi brotinn.
Sofia var heil á húfi þegar hún fannst og var móður hennar, Valeriu Chiappette, mjög létt þegar hún fékk dóttur sína aftur í hendurnar.