Hún greindist með bráða eitilfrumuhvítblæði. „Mér leið hryllilega. Ég brotnaði algjörlega saman. Ég gat ekki sætt mig við þetta og ég á enn erfitt með að taka þessu . . . ég vildi að ég gæti losað hana við þetta. Hún er barnið mitt,“ hefur Mirror eftir Chantelle Quinn, móður Monique.
Þessi tegund krabbameins hefur áhrif á blóðið og beinmerginn. Það einkennir það að líkaminn framleiðir of mikið af óþroskuðum hvítum blóðkornum. Þau geta borist úr beinmergnum í blóðrásina og safnast upp í ýmsum líffærum, þar á meðal eitlum, milta, lifur og taugakerfinu.
Monique hefur verið í lyfjameðferð við krabbameininu á Westmead barnasjúkrahúsinu í Sydney síðan hún greindist með það. Fram undan er enn erfiðari lyfjameðferð.
Móðir hennar segir skelfilegt að horfa upp á hana, hún sé svo ólík því sem áður var. Hún hafi alltaf verið hamingjusöm og lífleg en nú brotni hún saman daglega þegar hún reyni að skilja hvað er að.