fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Pressan
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unglingsstúlka var stungin, kýld og sparkað var í hana í árás hóps ungmenna sem sátu fyrir henni. Hún taldi þetta vera vini sína.

Ungmennin fengu hana til að koma á bílastæði í Harrow, sem er í norðvesturhluta Lundúna, undir því yfirskini að þau ætluðu að fara á hjólaskautadiskótek.

Ungmennin höfðu verið vinir stúlkunnar, sem var 18 ára þegar þetta gerðist, en snerust gegn henni eftir að einu þeirra var sagt að hún væri trans. Það ungmenni hafði átt í kynferðislegu sambandi við hana.

Metro segir að ungmennin hafi játað fyrir dómi að hafa veitt stúlkunni alvarlega áverka og að það hafi verið gert af yfirlögðu ráði.

Fórnarlambið sagði fyrir dómi að hún eigi erfitt með að „treysta fólki“ og sé með „stór ör“ eftir þá áverka sem hún hlaut í árásinni.

Ungmennin notuð hóprás á Snapchat til að skipuleggja árásina. Þau voru öll dökkklædd og með grímu þegar þau sátu fyrir stúlkunni. Hún var stungin að minnsta kosti 14 sinnum.

Þrjú ungmenni voru dæmd í þriggja ára fangelsi aðild að henni en stúlkan, sem stakk fórnarlambið, var dæmd í átta ára fangelsi. Refsing eins hefur ekki enn verið kveðin upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“