fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“

Pressan
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 08:00

Elon Musk hefur skoðun á mörgu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er talinn ríkasti maður heims og það langríkasti. Hann hefur látið mikið til sín taka í bandarískum stjórnmálum síðustu mánuði og nú beinir hann sjónum sínum að Evrópu og er greinilega ekki ánægður með það sem hann sér.

Þetta er Elon Musk, maðurinn á bak við Tesla, SpaceX og X og maðurinn sem hefur færst sífellt nær Donald Trump, Bandaríkjaforseta.

Musk mun stýra sparnaðaraðgerðum nýrrar stjórnar Trump en þær beinast að rekstri hins opinbera. En hann lætur þetta ekki duga, svona fyrir utan að stýra fyrirtækjum sínum, því hann hefur beint sjónunum og spjótunum að Evrópu í vaxandi mæli á síðustu vikum.

Á laugardaginn skrifaði hann á X: „Frá MAGA til MEGA: Make Europe Great Again!“ Þarna breytir hann velþekktu slagorði Trump aðeins en Trump hefur lengi notað slagorðið „Make America Great Again“.

Í annari færslu síðar um daginn skrifaði hann: „Svo marga Evrópubúa skortir framtíðarvon eða telja að Evrópa sé „slæm“ á einn eða annan hátt. Mikil svartsýni. Þetta verða endalok Evrópu. Þess vegna er breytinga þörf.“

En hann skrifaði ekki neitt um af hvaða breytingar þarf að gera.

Hann hefur blandað sér í þýsk og bresk stjórnmál að undanförnu og ræddi meðal annars nýlega við Alice Weider, formann þýska öfgahægriflokksins AfD, í beinni útsendingu á X.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“