fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Pressan
Mánudaginn 20. janúar 2025 07:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar á síðasta ári fannst kornabarn, stúlka sem hefur fengið nafnið Elsa, í innkaupapoka. Hún hafði verið vafin inn í handklæði. Það var maður, sem var að viðra hundinn sinn, sem fann hana.

Þetta gerðist í Lundúnum. Það gerir málið enn athyglisverðara að rannsóknin hefur leitt í ljós að tvö önnur börn, drengir sem fundust yfirgefnir 2017 og 2019, eru bræður hennar. Bræðurnir, Roman og Harry, fundust við svipaðar aðstæður. Börnin eru alsystkin.

Sky News hefur eftir talsmanni lögreglunnar að búið sé að fara yfir mörg hundruð klukkustundir af upptökum úr eftirlitsmyndavélum en ekki hafi tekist að bera kennsl á foreldra barnanna. Talið er að móðir þeirra hafi búið í austurhluta Lundúna síðustu sex árin.

Nú hefur verið heitið verðlaunum upp á sem svarar til 3,5 milljóna íslenskra króna fyrir upplýsingar sem geta orðið til þess að lögreglunni takist að finna foreldra barnanna.

Talið er að Elsa hafi verið tæplega klukkustundar gömul þegar hún fannst í East Ham, sem er í austurhluta borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Í gær

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn