fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Pressan
Mánudaginn 20. janúar 2025 06:30

Reykingapásan endaði með svaðilför.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins of löng reykingapása endaði með lífshættulegri för manns eins. Má hann teljast heppinn að hafa lifað ferðina af.

Fertugur Ungverji var á ferð með háhraðalest í Þýskalandi í síðustu viku. Þegar lestin stoppaði í Inglostadt, brá hann sér út til að reykja.

Þegar dyrnar á lestinni lokuðust, áttaði hann sig á að hún væri að fara af stað og hann kæmist ekki með. En hann var ekki tilbúinn til að gefast upp, því taskan hans var í lestinni.

Hann tók sér því stöðu á milli tveggja lestarvagna frekar en að verða strandaglópur í Inglostadt. Hann þurfti að ríghalda sér í rafmagnsleiðslur næstu 30 kílómetrana því lestir af þessari gerð aka á allt að 280 km/klst.

Það vildi manninum til happs að vitni sáu til hans og gerðu ráðstafanir til að akstur lestarinnar yrði stöðvaður. Það var gert í bænum Kinding í Bæjaralandi. Þar var maðurinn handtekinn. Hann var kærður fyrir að hafa ferðast án þess að greiða fargjaldið og fyrir að hafa truflað rekstur lestarkerfisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Í gær

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn