fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Pressan
Sunnudaginn 19. janúar 2025 15:30

Gæludýraeign er ábyrgðarhluti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marga langar að fá sér gæludýr, oftast hund eða kött, en það er að mörgu að hyggja og ekki allir sem geta fengið sér gæludýr, þótt þeir vilji það gjarnan.

Hér á eftir eru talin upp nokkur atriði sem rétt er að íhuga ef gæludýr er á óskalistanum.

Ekki koma fólki á óvart með gæludýri – Það að fá sér gæludýr, er ævilöng skuldbinding, það er að segja svo lengi sem dýrið lifir. Það er því ekki snjallt að gefa fólki dýr óvænt. Öðru máli gegnir auðvitað er rætt er við það fyrst og það er sátt við að fá dýr að gjöf.

Ekki kaupa dýr – Fjöldi gæludýra er aflífaður árlega vegna þess að fólk losar sig við þau og þau enda hjá dýraverndarsamtökum. Ekki er hægt að útvega þeim öllum heimili og því er ekki úr vegi að fá dýr hjá þeim, frekar en að kaupa dýr hjá ræktanda.

Gelding – Þú skalt íhuga hvort rétt er að láta gelda gæludýrið þitt. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvort þetta er gott fyrir dýrin en þetta getur verið skynsamlegt ef þú vilt sleppa við að fylla húsið af ungviði sem þarf svo jafnvel að láta svæfa.

Undirbúðu þig fjárhagslega og tilfinningalega – Ef þú hefur ekki efni á gæðafóðri, reglulegum heimsóknum til dýralæknis og sníkjudýraforvörnum, þá ættir þú ekki að fá þér gæludýr. Það fylgir því töluverður kostnaður að eiga gæludýr. Dýrin dafna best ef þau fá félagsskap og dýrið ætti að vera hluti af fjölskyldunni, ekki bara látið vera eitt úti í á afgirtu svæði eða aleitt allan daginn.

Hugsaðu til langs tíma – Ef það eru líkur á að þú munir flytja eftir að þú færð þér gæludýr, þá ættirðu kannski að bíða með það því þú gætir þurft að skilja það eftir. Gættu þess einnig að velja dýrategund sem hentar þínum lífsstíl. Sem dæmi má nefna að ef þú hreyfir þig ekki mikið, þá skaltu ekki fá þér hund sem þarf mikla hreyfingu. Veldu frekar gamlan hund en hvolp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið