Hún segir að ákveðnar fæðutegundir hafi þau náttúrulegu áhrif að geta róað líkamann og stutt við djúpan svefn.
Eftirtaldar fæðutegundir geta hjálpað þér við að sofa betur að sögn Campos.
Mjólk – Hún inniheldur tryptófan sem er amínósýra sem breytist í serótónín sem er undanfari svefnhormónsins melatóníns. Eitt mjólkurglas fyrir svefninn getur því verið einföld og góð lausn.
Kamillute – Það er þekkt fyrir róandi áhrif. Það eykur magn glýsins, sem er taugaboð, sem róar taugarnar og hjálpar líkamanum að slappa af.
Banani – Hann er náttúruleg uppspretta magnesíums og kalíums sem hjálpa til við að stjórna vöðvunum og styðja við rólegan andardrátt þegar sofið er.
Möndlur – Þær innihalda mikið magnesíum sem hefur róandi áhrif á vöðvana. Lítið magn af magnesíum í líkamanum er oft tengt við svefnvandamál.
Kirsuber – Þau eru, þá sérstaklega súrkirsuber, meðal fárra náttúrlegra uppspretta melatóníns, hormónsins sem stýrir svefnhringrásinni. Lúkufylli af kirsuberjum eða glas af kirsuberjasafa getur gert gæfumuninn.
Feitur fiskur – Fiskur eins og lax og túnfiskur inniheldur mikið af ómega-3 fitusýrum og D-vítamíni sem geta aukið framleiðslu seratóníns og þar með bætt svefngæðin.
Rétt er að hafa í huga að þrátt fyrir að þessar fæðutegundir geti hjálpað til við að bæta svefninn, þá er mikilvægt að muna að mataræði leysir ekki endilega svefnvandamál. Ef þú upplifir viðvarandi svefntruflanir, þá geta aðrir heilsufarsþættir legið að baki og rétt er að leita til læknis.