Þau notuðu ekki smokk við samfarirnar. Skömmu eftir að þeim lauk, byrjuðu kynfæri hennar að bólgna upp og hana klæjaði mikið í þau. Hún fékk bólgur í vefi undir húðinni og ofsakláði sótti á hana. Hana svimaði einnig mikið og átti erfitt með andardrátt.
Hún fór á sjúkrahús og var gefið lyf sem er venjulega gefið við ofsakláða og ofnæmi. Konan vissi að hún er með ofnæmi fyrir Brasilíuhnetum sen vissi ekki hvað hefði valdið ofnæmiskastinu að þessu sinni.
Hún vissi að unnustinn hafði borðað Brasilíuhnetur tveimur til þremur klukkustundum áður en þau höfðu mök en hann hafði farið í bað áður, tannburstað sig og hreinsað vel undan nöglunum.
Læknar komust að þeirri niðurstöðu að ofnæmisframkallandi prótín hefðu borist í konuna með sæði unnustans og því hafi hún fengið ofnæmiskast. Live Science skýrir frá þessu.