fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Pressan
Föstudaginn 17. janúar 2025 07:00

Frosta í Noregi. Mynd: Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska ríkisstjórnin ætlar að bæta hamfaraviðbúnað þjóðarinnar svo hún verði betur í stakk búin til að takast á við hamfarir af ýmsu tagi, til dæmis stríð.

Ríkisstjórnin lagði fram áætlun í 100 liðum í síðustu viku um aðgerðir sem eiga að hjálpa Norðmönnum í gegnum krísur.

NTB segir að Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, hafi sagt að tímabært sé að uppfæra hamfarviðbúnað Norðmanna. „Við verðum að gera meira. Við þurfum að skipta um gír,“ sagði hann á fréttamannafundi þar sem áætlunin var kynnt.

Meðal þess sem kemur fram í áætluninni er að afnema á bann við smíði neyðarrýma en það var sett á 1998. Þess í stað á að gera yfirvöldum skylt að smíða fleiri neyðarrými.

Starfsfólki almannavarna verður fjölgað úr 8.000 í 12.000 á næstu átta árum.

Stefnt er að því að í síðasta lagi 2029 verði búið að koma upp kornbirgðum sem endist þjóðinni í þrjá mánuði.

Ríkisstjórnin hefur einnig samþykkt tillögur um hvernig á að auka öryggið í landinu ef til árása tölvuþrjóta kemur.

Ákveðnar fasteignir, sem geta verið sérstaklega áhugaverðar í augum erlendra aðila, má ekki lengur selja nema með leyfi yfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök