fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Pressan
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 18:45

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskur nýnasisti situr í fangelsi fyrir að hatursorðræðu. Hann hefur nú löglega skipt um nafn sem og kyn til að freista þess að fá að afplána refsingu sína í kvennafangelsi.

Sven Liebich var dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir hatursorðræðu og ítrekuð meiðyrði. Sven hefur áfrýjað dómnum en í millitíðinni breytti hann kynskráningu sinni og kallar sig nú Marla-Svenja Liebich. Hann eða öllu heldur hún segist óttast fordóma í karlafangelsinu. Liebich hefur þó ekkert gert til að breyta útliti sínu. Þetta gerir að verkum að margir efast um að nýnasistinn sé í raun trans. Liebich hefur tengsl við nýnasistaflokkinn Homeland sem er öfgahægri flokkur. Mörgum þykir ljóst að nýnasistinn sé ekki trans í alvörunni heldur ætli að freista þess að nýta sér löggjöf fyrir trans fólk til að fá afplána í kvennafangelsi.

Embættismenn segja að þetta útspil Liebich muni líklega ekki bera þann árangur sem að er stefnt.

„Það er ekkert sem sjálfkrafa tryggir það að karlmaður verði sendur í kvennafangelsi eftir að breyta kynskráningu og skipta um nafn,“ sagði talsmaður saksóknaraembættisins sem tók fram að hvert mál sé metið fyrir sig þegar svona kemur upp. Liebich er að nýta sér lög um sjálfsákvörðunarrétt í Þýskalandi sem kveða á um að fólk eigi rétt á að skipta um nafn og kyn í opinberum skrám án þess að undirgangast geðmat. Liebich notar eins breytta skráningu í áfrýjun sinni en hann vill meina að mál ákæruvaldsins sé gegn karlmanni sem samkvæmt opinberum gögnum er ekki lengur til. Daily Bild ræddi við starfsmann þýsku þjóðskrárinnar sem tók fram að þó að fólk skipti um kyn þá sé enn um sama einstakling að ræða að lögum. Það er viðkomandi hefur enn sömu kennitölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Í gær

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana