fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Pressan

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Pressan
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 07:00

Elísabet drottning og Filippus Mynd/Alastair Grant

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn óttast að mörg þúsund opinber skjöl er varða Elísabetu II, drottningu, og eiginmann hennar, Filippus, muni verða ritskoðuð. Samkvæmt lögum á að gera skjölin opinber á næstu tveimur árum.

The Guardian segir að gera eigi skjölin opinber á árunum 2026 til 2027, fimm árum eftir andlát hjónanna. Nú er umræða að sögn hafi innan breska stjórnkerfisins um hvernig á að standa að þessu og hverju eigi að halda leyndu.

Talið er að skjölin innihaldi upplýsingar um bæði hápunkta og lágpunkta 70 ára valdatíðar Elísabetar II. Bréfaskriftir á milli hirðarinnar og ráðuneyta og skrár um utanlandsferðir konungsfjölskyldunnar, barneignir, hjónavígslur, andlát, hjónaskilnaði og aðra stóra atburði á valdatímanum.

Leynd er aflétt af flestum opinberum skjölum eftir 20 ár en ákveðnar undantekningar eru á þessu, þar á meðal er varðar mál er varða þjóðaröryggi, skjöl sem gætu haft áhrif á samskipti við erlend ríki og skjöl er varða konungsfjölskylduna.

Skjalasafn konungsfjölskyldunnar, sem er geymt í Windsor, er ekki flokkað sem opinbert og því ná upplýsingalögin ekki yfir það.

Skjöl sem varða samskipti við þjóðhöfðingjann eru birt fimm árum eftir andlát hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta áttu ekki að gera ef þú vilt hafa gott loft í íbúðinni þinni

Þetta áttu ekki að gera ef þú vilt hafa gott loft í íbúðinni þinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið andlit á Suðurskautslandinu

Telja sig hafa fundið andlit á Suðurskautslandinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki