fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu

Pressan
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 07:30

Vélin fórst í lendingu. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svörtu kassarnir svokölluðu, sem voru um borð í flugvél Jeju Air, sem fórst í lendingu í Seoul í Suður-Kóreu nýlega, hættu að taka upp fjórum mínútum fyrir brotlendinguna sem varð 179 að bana.

The Guardian segir að samgönguráðuneytið í Suður-Kóreu hafi skýrt frá því að upptaka hafi hætt fjórum mínútum áður en vélin brotlenti.

Flugmenn vélarinnar magalentu henni á Muan flugvellinum en vélin lenti síðan á steyptum vegg og braust þá mikill eldur út.  Þetta er mannskæðasta flugslysið sem átt hefur sér stað í Suður-Kóreu.

Rannsakað verður hvað varð til þess að tækin hættu að taka upp.

Upptökurnar voru fyrst rannsakaðar af suðurkóreskum sérfræðingum en hafa nú verið sendir til rannsóknar hjá bandarískum sérfræðingum hjá þarlendum flugmálayfirvöldum.

Flugmenn vélarinnar sögðu flugumferðarstjórum að vélin hefði lent í fuglageri og lýstu yfir neyðarástandi um fjórum mínútum áður en vélin fórst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök