fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Pressan
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 04:11

Sænskir hermenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með mikilli leynd hafa sænski herinn og Saab unnið saman að verkefni síðasta árið. Verkefnið snýst um dróna og nú er því lokið og það tilbúið til notkunar.

Með þessu vilja Svíar tryggja að her þeirra sé í fremstu röð og geti varið landið fyrir miklu stærri óvinum.

Pål Jonson, forsætisráðherra, skýrði frá þessu á fréttamannafundi á mánudaginn. Þar kom fram að þetta sé mjög mikilvægur áfangi.

Um nýja drónatækni er að ræða sem gerir einum hermanni kleift að stýra allt að 100 drónum í einu. Expressen skýrir frá þessu.

Tæknin verður tekin í notkun á stórri heræfingu í mars og síðan er ætlunin að innleiða hana hjá sænska hernum og ljúka þeirri innleiðingu á árinu.

Jonson sagði að verkefnið hafi verið í algjörum forgangi og því hafi verið lokið á aðeins einu ári en undir venjulegum kringumstæðum hefði það tekið fimm ár.

Saab er auðvitað þekktast fyrir samnefnda bíla en fyrirtækið er einnig stórt í framleiðslu flugvéla og vopnakerfa.

Fyrirtækið þróaði nýjan hugbúnað, sem gerir drónum af venjulegri stærð kleift að mynda stóra sveima og takast sjálfir á við verkefni. Það getur til dæmis verið að vakta veg og senda myndir til stjórnstöðvarinnar eða leita að munum frá óvininum.

Jonson sagði að drónarnir í hverjum sveimi geti skipt verkefnunum á milli sín. Þeir fljúgi síðan heim til að hlaða batteríin þegar þörf krefur en haldi síðan aftur af stað.

Það er hægt að bæta ýmsum möguleikum við hugbúnaðinn, til dæmis að láta drónana bera sprengju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?
Pressan
Í gær

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu