fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Pressan
Mánudaginn 13. janúar 2025 21:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskt par játaði í síðustu viku fyrir dómi að hafa myrt 27 ára úkraínska konu og móður hennar til að ræna barni konunnar. Konurnar höfðu flúið til Þýskalands undan stríðsátökunum í Úkraínu.

Dpa skýrir frá þessu og segir að þetta hafi komið fram fyrir dómi í Mannheim í Baden-Württemberg sem er í suðvesturhluta landsins.

Konurnar voru myrtar í mars á síðast ári.

„Ég sé eftir öllu því sem ég gerði,“ sagði í yfirlýsingu frá manninum en verjandi hans las hana upp.

„Ég gerði stór mistök,“ sagði konan eftir að játning þeirra lá fyrir.

Saksóknarar segja að parið eigi samtals fjögur börn, þar af einn son saman.

Konan átti sér heita ósk um að þau myndu eignast dóttur saman. Eftir fjölda fósturláta og misheppnaðra tæknifrjóvgana, ákváðu þau að þau myndu ræna nýfæddri stúlku og láta sem hún væri þeirra.

„Við vildum svo mikið eignast dóttur saman. Það var heitasta ósk konunnar minnar,“ sagði maðurinn fyrir dómi.

Þau ákváðu að beina sjónum sínum að flóttamönnum frá Úkraínu til að „verða sér úti“ um dóttur.

Þau gerðust því meðlimir í hópsamtali á Telegram þar sem Úkraínumenn geta leitað sér hjálpar varðandi túlkun og þýðingar.

Úkraínska konan bjó í bænum Wiesloch með dóttur sinni þegar hún komst í samband við parið. Hún og móðir hennar hittu parið síðan á veitingastað í byrjun mars. Þar byrlaði parið þeim ólyfjan svo þær liðu út af. Maðurinn banaði þeim síðan með beittum hlut.

Fyrir dómi kom fram að mæðgurnar hefðu verið myrtar á sitthvorum staðnum en ekki var skýrt nánar frá þeirri hlið málsins.

Þau sökktu líki ömmunnar í vatn eitt og brenndu lík ungu konunnar. Síðan óku þau heim með litlu stúlkuna.

Lík ungu konunnar fannst næsta dag við árbakka Rínar.

Viku eftir morðin handtók lögreglan parið og fann litlu stúlkuna.

Parið hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan og litla stúlkan er í umsjá móðursystur sinnar í Úkraínu.

Saksóknari krefst þess að parið verði dæmt í ævilangt fangelsi.

Reiknað er með að dómur verði kveðinn upp 21. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“
Pressan
Í gær

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi