fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu

Pressan
Mánudaginn 13. janúar 2025 17:30

Mel Gibson var gestur í hlaðvarpi Joe Rogan en á meðan brann heimili hans í Los Angeles til kaldra kola. Mynd/Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson er meðal þeirra stórstjarna sem misst hafa heimili sín í skógareldunum miklu í Los Angeles sem hafa nú herjað á íbúa borgarinnar í rúma viku, með gríðarlegu tjóni og á þriðja tug mannsláta. Hefur hann hins vegar fremur notið gagnrýni en samúðar ekki síst vegna samsæriskenningar sem hann hefur varpað fram um orsakir eldanna og þykir frekar vafasöm. Viðurkennir hann meira að segja sjálfur að kenningin sé eilítið „klikkuð“.

Síðastliðið föstudagskvöld var Gibson í viðtali í þættinum Ingraham Angle á sjónvarpsstöðinni Fox News. Tjáði hann þáttastjórnandanum Laura Ingraham að mörgum spurningum væri ósvarað varðandi upphaf eldanna og margt væri hentugt við þá fyrir tiltekna aðila. Velti Gibson því næst upp hvort að fólk hefði verið fengið til að kveikja eldana til að losna við leigjendur af verðmætum lóðum og úr verðmætum fasteignum.

Gibson er mjög trúaður og hallast til hægri í stjórnmálum en hægrisinnaðir álitsgjafar hafa undanfarna daga gefið ýmis konar samsæriskenningum um að eitthvað grunsamlegt sé á bak við eldana í auknum mæli undir fótinn.

Ný gögn benda hins vegar til þess að illar hvatir hafi ekki búið að baki því að sá stærsti af eldunum kviknaði.

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles

Gibson vísaði einnig til þess að ýmis konar vandræði hefðu verið með vatnsmál í Kaliforníu og sömuleiðis með að útvega vatn til að berjast við eldana og þegar svona nokkuð gerðist væri ekki annnað hægt en að velta því fyrir sér hvort það væri með vilja gert.

Klikkuð þéttingarstefna?

Gibson virtist þó lítið hafa fyrir sér í þessum vangaveltum sínum og viðurkenndi fyrir Ingraham að þær væru í bilaðri kantinum. Hann sagðist enn fremur geta búið ýmsar skrýtnar kenningar til í hausnum á sér en það hafi verið einum of hentugt að erfiðlega hafi gengið að útvega vatn:

„Það er brjálæðislegt að hugsa svona en maður byrjar að velta því fyrir sér hvort þarna sé viljaverk á bak við. Hvað gæti það verið? Vilja þeir tæma ríkið? Ég veit það ekki.“

Mikil gagnrýni hefur dunið á stjórnvöldum í Kaliforníuríki og borgaryfirvöldum í Los Angeles þar sem Demókratar ráða ríkjum. Hefur gagnrýnin verið mjög hörð frá stjórnmálamönnum úr Repúblikanaflokknum og álitsgjöfum sem hallast að þeim flokki og halda í heiðri hægri sinnuð sjónarmið.

Laura Ingraham er eins og flestir umsjónarmenn á Fox News frekar hægri sinnuð og í viðtalinu við Gibson gaf hún sjálf samsæriskenningum, sem ekkert hefur komið fram um að eigi við rök að styðjast, undir fótinn. Sagði hún að heyrst hefði að eldarnir hefðu verið kveiktir viljandi til að hægt væri að fækka einbýlishúsum og þétta byggðina í staðinn.

Gibson tók undir þessar kenningar þáttastjórnandans en hvorugt þeirra gat framvísað neinum gögnum til að renna frekari stoðum undir orð sín.

Hefur Gibson hlotið töluverða gagnrýni meðal annars á samfélagsmiðlum fyrir orð sín. Einn notandi sagði samsæriskenningarnar tilraun leikara sem búinn væri að vera til að halda fræðgarsól sinni á lofti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“