fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“

Pressan
Mánudaginn 13. janúar 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll á Bretlandseyjum hefur sýknað þrítugan karlmann af ákæru um manndráp í óhugnanlegu máli. Maðurinn, Ryan Wellings, var ákærður fyrir að verða hinni 23 ára Kienu Dawes að bana þó að Kiena hafi lagst á lestarsteina sjálfviljug áður en lest ók yfir hana.

Kiena skildi eftir sig bréf í síma sínum sem í stóð: „Ryan Wellings drap mig“

__________

Í þessari frétt er fjallað um sjálfsvíg og ofbeldi í nánu sambandi. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Ef þú telur að þú eða ástvinur sé að upplifa ofbeldi í nánu sambandi þá er Neyðarlínan með ítarlegar leiðbeiningar bæði um hvað ofbeldi í nánu sambandi felur í sér og hvert er hægt að leita ef maður sjálfur eða einhver sem maður þekkir er beittur ofbeldi.
__________

Hún skildi svo unga dóttur sína eftir hjá vinkonu sinni áður en hún ók að næstu lestarteinum, lagðist á þá og beið eftir næstu lest.

Ryan var ákærður fyrir að bera ábyrgð á dauða Kienu eftir að hafa beitt hana stöðugu ofbeldi um langt skeið. Ryan og Kiena voru par og beitti hann hana líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á sambandinu stóð, einnig þegar Kiena var ólétt af dóttur þeirra.

Ryan og Kiena kynntust í janúar 2020 en ekki leið á löngu þar til bera fór á brestum í sambandinu. Þrátt fyrir það trúlofuðu þau sig í apríl sama ár en sumarið 2020 byrjaði Ryan að sýna ofbeldisfulla hegðun gegn Kienu. Sakaði hann hana að ósekju um framhjáhald og virðist hann hafa verið haldinn stjórnlausri afbrýðisemi.

Það var svo um jólin 2020 sem Kiena sagði Ryan að hún ætlaði sér að fara frá honum en hann brást við með því að beita hana hrottalegu ofbeldi þar sem hann dró hana meðal annars um á hárinu. Hann lofaði bót og betrun og héldu þau sambandinu áfram eftir þetta. Í febrúar 2021 varð Kiena svo ólétt en það kom ekki í veg fyrir að Ryan beitti hana áfram ofbeldi.

Svona hélt þetta áfram allt þar til Kiena svipti sig lífi þann 22. júlí 2022.

Kveðjubréf Kienu var lesið upp í dómsal í nóvember síðastliðnum.

„Ryan Wellings drap mig. Kayleigh Anderson [fyrrverandi kærasta Ryan] hjálpaði honum að pynta mig. Hann rústaði öllum þeim styrk sem ég átti eftir. Ég átti þetta ekki skilið. Ég bað ekki um þetta. Ég vona að lífið mitt geti komið öðrum til bjargar með sneggri viðbrögðum frá lögreglu.“ 

Þó að Ryan hafi verið sýknaður af ákæru um manndráp var hann sakfelldur fyrir að hafa beitt hana ofbeldi. Í umfjöllun Mail Online kemur fram að aðstandendur Kienu hafi verið í öngum sínum þegar dómurinn var lesinn upp en Ryan augljóslega verið létt og kysst núverandi kærustu sína.

Endanlegur fangelsisdómur hefur ekki verið kveðinn upp yfir Ryan en hann gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Balotelli strax á förum
Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“