fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Pressan

Vísindamenn vara við eldgosi – „Þegar það gerist, þá stöndum við frammi fyrir hamförum af áður óþekktri stærðargráðu“

Pressan
Sunnudaginn 12. janúar 2025 19:30

Mynd úr safni. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1815 gaus Mount Tambora í Indónesíu og breytti heiminum. Þetta er öflugasta eldgosið sem vitað er um. Gríðarlegt magn af örsmáum ögnum, sem endurvarpa sólarljósinu, bárust hátt upp í himinhvolfið og höfðu í för með sér kólnun loftslags um allan heim.

Á eftir fylgdi „sumarlausa árið“. Hitinn lækkaði um allan heim, uppskerubrestur varð, fólk svalt, kólera breiddist út og tugir þúsunda létust. Nieuwsblad skýrir frá þessu.

Mörg eldfjöll hafa gosið á þeim rúmlega tveimur öldum sem eru liðnar síðan þetta gerðist en ekkert þeirra hefur verið öflugra en gosið í Tambora.

Nú, rúmlega 200 árum síðar, segja vísindamenn að heimsbyggðin standi hugsanlega frammi fyrir nýju gosi í eldfjallinu. „Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær,“ sagði Markus Stoffel, loftslagsprófessor við Genfarháskóla.

Hann sagði að nú sé heimurinn öðruvísi en fyrir rúmlega 200 árum, bæði þéttbýlli og loftslagið orðið hlýrra vegna hnattrænnar hlýnunar. „Næsta stór gos mun velda loftslagsöngþveiti. Mannkynið er ekki með neina viðbragðsáætlun. Ef þetta gerist, þá stöndum við frammi fyrir hamförum af áður óþekktri stærðargráðu,“ sagði hann.

Eldfjöll hafa mótað jörðina frá upphafi. Þau áttu sinn þátt í myndun heimsálfa, höfðu áhrif á andrúmsloftið og breyttu loftslaginu. Þegar gos á sér stað, losnar um hraun, ösku og gastegundir, þar á meðal koltvísýring sem kemur við sögu í hnattrænni hlýnun. Hvað varðar áhrif eldgoss á loftslagið, þá hafa vísindamenn mikinn áhuga á brennisteinsdíoxíði.

Í öflugu eldgosi getur brennisteinsdíoxíð borist upp í um 11 km hæð. Þar myndar gasið litlar agnir sem endurkasta sólargeislunum út í geim. Þetta hefur þau áhrif að plánetan kólnar.  Alan Robock, loftslagsprófessor við Rutgersháskólann, sagði þessar agnir geti svifið í háloftunum árum saman.

Vísindamenn hafa sviðsett fyrri eldgos með því að byggja á gögnum úr ískjörnum og árhringjum trjáa. Þessar rannsóknir þeirra hafa sýnt að stór eldgos fyrr á tímum, hafi haft þau áhrif að meðalhitinn á heimsvísu lækkaði um 1 til 1,5 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Voru að leita að stolnum köplum – Gengu inn í sannkallað hryllingshús

Voru að leita að stolnum köplum – Gengu inn í sannkallað hryllingshús
Pressan
Í gær

Norðmaður kvartar eftir að ChatGPT hélt því fram að hann hefði myrt börnin sín

Norðmaður kvartar eftir að ChatGPT hélt því fram að hann hefði myrt börnin sín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennslukona ákærð fyrir ofbeldi – Misnotaði 13 ára drengi kynferðislega

Kennslukona ákærð fyrir ofbeldi – Misnotaði 13 ára drengi kynferðislega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fær 2,1 milljarð dollara í bætur – Fékk krabbamein af völdum illgresiseyðis

Fær 2,1 milljarð dollara í bætur – Fékk krabbamein af völdum illgresiseyðis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndband af furðulegu háttarlagi Musk í matarboði hjá Trump vekur athygli – „Elon, hvað í fjandanum ertu að gera?“

Myndband af furðulegu háttarlagi Musk í matarboði hjá Trump vekur athygli – „Elon, hvað í fjandanum ertu að gera?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spjótin beinast að þjóðaröryggisráðgjafanum eftir ævintýralegt klúður með hernaðarleyndarmál – „Mike Waltz er fokking ingjaldsfífl“

Spjótin beinast að þjóðaröryggisráðgjafanum eftir ævintýralegt klúður með hernaðarleyndarmál – „Mike Waltz er fokking ingjaldsfífl“