OddityCentral skýrir frá þessu og segir að ástæðan fyrir þessu sé að konurnar vilji eignast minningar um óléttuna en um leið séu þær grannar og unglegar í útliti.
Áður fyrr þótti það skammarlegt að vera einhleyp og ólétt en ungar konur í dag ganga svo langt að setja óléttu á svið, jafnvel þótt þær séu ekki í sambandi. Markmiðið er einfaldlega að búa til minningar fyrir framtíðina, þegar líkaminn hefur kannski breyst.
Trendið komst í hámæli eftir að vinsæll áhrifavaldur deildi myndum af sér. Það var í október sem Meizi Gege, áhrifavaldur frá Hunan-héraðinu, deildi óléttumyndum af sér með tæpum 6 milljónum fylgjenda sinna. Hún sagðist hafa látið taka myndirnar á meðan hún var enn grönn. Myndirnar sýna unglega útgeislun hennar og líkamsvöxt. Þetta hafði mikil áhrif á marga af fylgjendum hennar.