fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Pressan

Þetta áhugamál tryggir þér góðan nætursvefn

Pressan
Laugardaginn 11. janúar 2025 21:00

Garðyrkja hefur góð áhrif.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þér finnst þú vera örmagna en liggur samt sem áður andvaka á nóttunni, þá ertu ekki ein(n) um það. En það er til áhugamál sem getur bætt svefngæðin.

Þetta kemur fram í þýska miðlinum CHIP sem fjallaði nýlega um nýja rannsókn bandarískra og kínverskra vísindamanna.

Þeir komust að því að það að sinna garðyrkju sé ekki aðeins áhugamál sem fólki finnst skemmtilegt, það bæti einnig svefngæðin. Þetta eru því frábærar fréttir fyrir þá sem finnst gaman að dunda sér í garðinum við að planta blómum, reita illgresi, slá grasið eða klippa runnana.

Vísindamennirnir fóru yfir gögn 62.000 fullorðinna Bandaríkjamanna sem tóku þátt í stórri heilsufarsrannsókn 2017.

Þátttakendurnir svöruðu spurningum um nætursvefninn, hversu lengi þeir svæfu, hversu oft þeir vöknuðu á nóttinni og einnig svöruðu þeir spurningum um hversu mikla hreyfingu þeir stunduðu og hvort þeir sinntu garðyrkju.

Niðurstaðan er að hjá þeim sex prósentum, sem sögðu að garðyrkja væri eitt aðaláhugamál þeirra, voru líkurnar á svefnvanda 42% minni en hjá þeim sem stunduðu enga hreyfingu.

Þeir sem stunduðu annars konar hreyfingu sváfu einnig betur en ekki eins vel og þeir sem stunduðu garðyrkju. Líkurnar á að þeir glímdu við svefnvandamál voru 33% minni en hjá þeim sem ekki stunduðu hreyfingu af neinu tagi.

En góðu fréttirnar eru ekki búnar fyrir garðyrkjufólk því rannsóknin leiddi í ljós að það svaf að meðaltali 10-15 mínútum lengur að meðaltali en aðrir. Sem sagt, þeim mun meiri tíma sem eytt er í vinnu í garðinum, þeim mun betri svefn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti fram hrollvekjandi kenningu um hvarf bróður síns

Setti fram hrollvekjandi kenningu um hvarf bróður síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir bjargaði dóttur sinni á ótrúlegan hátt – Atburðarásin sögð minna á kvikmyndina Taken

Faðir bjargaði dóttur sinni á ótrúlegan hátt – Atburðarásin sögð minna á kvikmyndina Taken
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstarfsmenn McDonalds lýsa kynferðislegri áreitni yfirmanna – „Ég bara fraus – mér fannst þetta viðbjóður“

Unglingsstarfsmenn McDonalds lýsa kynferðislegri áreitni yfirmanna – „Ég bara fraus – mér fannst þetta viðbjóður“