fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Pressan

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður

Pressan
Laugardaginn 11. janúar 2025 22:59

Frá New York.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður lét lífið eftir hnífstungu um borð í neðanjarðarlest í New York í desember. Sá sem ber ábyrgð á andlátinu verður þó ekki ákærður í málinu. Um er að ræða 69 ára gamlan karlmann sem var sofandi í lestinni snemma morguns þann 22. desember þegar fimm menn reyndu að ræna hann. Maðurinn vaknaði við vondan draum og kom til átaka. Fór svo að maðurinn tók upp hníf og lagði til ræningjanna með þeim afleiðingum að einn lést.

Myndband hefur gengið af átökunum sem sýna hvar 69 ára maðurinn er umkringdur hinum sem létu högg og spörk ganga yfir hann. Maðurinn tók þá upp hníf til að verja sig með fyrrnefndum afleiðingum.

Maðurinn þurfi að leita á sjúkrahús eftir átökin með fjölda áverka. Ákæruvaldið telur rétt að láta málið niður falla enda um sjálfsvörn að ræða.

„Brotaþoli varð fyrir tilefnislausri árás og rannsókn okkar hefur leitt í ljós að hann var að verja sig og reyna að endurheimta eigur sínar,“ sagði héraðssaksóknarinn í Queens, Melinda Katz í yfirlýsingu í vikunni. „Sökum þessa mun embætti mitt ekki ákæra hann fyrir andlátið.“

Yfirvöld hafa tekið fram að allir mennirnir sem um ræði í málinu, bæði ræningjarnir fimm og brotaþolinn, glími við heimilisleysi.

Ákæruvaldið hefur þó gefið út ákæru á hendur ræningjunum, en lögmaður eins þeirra segir að þar sé ákæruvaldinu beitt með offorsi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla