fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Meingallaðir verðlaunapeningar frá ólympíuleikunum í Frakklandi

Pressan
Laugardaginn 11. janúar 2025 14:30

Þeir þykja endast illa þessir bronspeningar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að vinna til verðlauna á ólympíuleikum er oft það sem íþróttamenn vilja einn helst afreka. Slík verðlaun eru viðurkenning fyrir viðkomandi sem einstakling eða fyrir lið fyrir að vera í fremstu röð í heiminum í sinni íþróttagrein. Þess utan fyllir það þjóð vinningshafans stolti að hann vinni til verðlauna á ólympíuleikum.

Væntanlega glöddust allir vinningshafarnir á ólympíuleikunum í Frakklandi á síðasta ári mjög yfir verðlaunum sínum. Sumir þeirra hafa þó áhyggjur af hversu lélegir bronspeningarnir virðast vera. Clément Secchi, sem var í liði Frakka í 4×100 metra hlaupi, birti nýlega færslu á Instagram þar sem hann sýndi mynd af bronsverðlaunum sínum og ástandi þeirra. Blettir eru komnir á verðlaunapeninginn og lýsti Secchi honum sem „krókódílahúð“.

Liðsfélagi hans, Yohann Ndoye Brouard, birti einnig mynd af sínum peningi og sagði hæðnislega að hann líkist „París 1924“.

Azernews segir að fleiri vinningshafar hafi einnig birt myndir af verðlaunapeningunum sínum og hversu hratt þeir virðast byrja að láta á sjá.

Það virðast aðeins vera bronsverðlaunin sem láta á sjá þegar þau komast í snertingu við loft og raka.

„Þessir verðlaunapeningar líta vel út þegar þeir eru alveg nýir. En eftir að hafa verið með þá aðeins um hálsinn og svitnað aðeins eða eftir að hafa leyft vinum mínum að vera með þá, þá er ljóst að gæðin eru ekki eins mikil og maður hélt,“ sagði Nyjah Huston, bronsverðlaunahafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Í gær

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast