fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Pressan

Fyrrum eiginkona Elon Musk segir þetta vera lykilinn að velgengni hans

Pressan
Laugardaginn 11. janúar 2025 22:36

Elon Musk/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Justine Musk var gift auðkýfingnum Elon Musk á árunum 2000-2008 og eiga þau saman fimm börn. Árið 2014 opnaði hún sig um hjónabandið í fyrirlestri á vegum TEDx og þar sagðist hún hafa séð tvennt í fari Elon Musk sem stuðlaði að velgengni hans.

„Ég var gift. Ég VAR gift, manni sem átti eftir að njóta mikillar velgengni í lífinu og á meðan ég horfði á hann klifra upp metorðastigann tók ég eftir tvennu. Hann lagði hart að sér, miklu meira heldur en meðaljón. Og hann sagði oft nei.“

Justine segir að þessi eiginleiki Elon – að geta sagt nei – sé lykillinn að velgengni hans.

„Hann sagði nei við fólk sem vildi tíma hans, athygli og orku. Hann sagði nei svo það verndaði tilfang hans svo hann gat nýtt það í sín eigin markmið. Og ég áttaði mig á því að á bak við hvert nei er undirliggjandi já við í þágu þess sem þú vilt í raun og veru.“

Justine tekur fram að það sé gífurlegt vald sem felst í þessu eina einfalda orði. Þegar maður notar það rétt þá skapar það skýr skil á milli þín og annarra. Lykillinn að velgengni sé ekki bara að segja já við þeim tækifærum sem bjóðast heldur það að hafa hugrekkið og hugvitið til að segja nei við því sem truflar okkur frá markmiðunum.

Það eru fleiri auðkýfingar sem hafa talað um kosti þess að segja nei. Steve Jobs, stofnandi Apple, sagði árið 1997: „Fólk heldur að einbeiting snúist um að segja já við því sem þú þarft að einbeita þér að. En það er alrangt. Þetta snýst um að segja nei við hundrað öðrum góðum hugmyndum sem koma fram. Við þurfum að vanda valið. Ég er í alvörunni jafn stoltur af því sem ég hef ekki gert eins og því sem ég hef gert. Nýsköpun er það að segja nei við þúsund hlutum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti fram hrollvekjandi kenningu um hvarf bróður síns

Setti fram hrollvekjandi kenningu um hvarf bróður síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir bjargaði dóttur sinni á ótrúlegan hátt – Atburðarásin sögð minna á kvikmyndina Taken

Faðir bjargaði dóttur sinni á ótrúlegan hátt – Atburðarásin sögð minna á kvikmyndina Taken
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstarfsmenn McDonalds lýsa kynferðislegri áreitni yfirmanna – „Ég bara fraus – mér fannst þetta viðbjóður“

Unglingsstarfsmenn McDonalds lýsa kynferðislegri áreitni yfirmanna – „Ég bara fraus – mér fannst þetta viðbjóður“