fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Mikil fækkun morða með skotvopnum í Svíþjóð – „Það eru einfaldlega miklu færri til að skjóta til bana“

Pressan
Föstudaginn 10. janúar 2025 04:30

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu tveimur árum hefur orðið mikil fækkun á morðum með skotvopnum í Svíþjóð. 2022 voru 62 skotnir til bana, 2023 voru 53 skotnir til bana og á síðasta ári voru 42 skotnir til bana.

Þetta kemur fram í samantekt Sænska ríkisútvarpsins. Einnig kemur fram að færri hafi særst af völdum skotvopna á síðasta ári en árin á undan. 2022 særðust 110 en á síðasta ári særðist 61.

„Það eru líklega margir þættir sem valda þessari fækkun. Einn þeirra er að það eru einfaldlega miklu færri til að skjóta til bana.“ Þetta sagði Jan Lundbeck, tölfræðingur hjá sænska forvarnarráðinu.

Hann vísaði til þess að 2022 og 2023 háðu glæpagengin Foxtro og Dalen blóðugt stríð.

„Það eru færri til að skjóta, því það er búið að skjóta svo marga á síðustu árum,“ sagði Lundbeck og bætti við að margir þeirra, sem tóku þátt í átökunum, séu dánir, sitji í fangelsi eða hafi flúið land.

Blaðamaðurinn Diamant Salihu, sem hefur skrifað margar bækur um sænsk glæpagengi, tók í sama streng og bætti við að einnig sé minna um innri átök í Foxtrotglæpagenginu vegna þess hversu margir meðlima þess séu dánir og þess utan sitji margir í fangelsi.

Salihu benti einnig á að margir hafi verið dæmdir í fangelsi eftir að lögreglunni tókst að komast inn í dulkóðaðar skilaboðaþjónustur á borð við Anom, Encrochat og Sky ECC. Á grundvelli gagna, sem var aflað með því, voru mörg hundruð meðlimir glæpamenn dæmdir í fangelsi í Svíþjóð. Sænska ríkissjónvarpið segir að samtals hljóði dómarnir upp á 2.200 ára fangelsi.

Bæði Lundbeck og Salihu bentu einnig á að lögreglan nái nú betri árangri en áður. Hún sé betri í að koma í veg fyrir skotárásir og morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Í gær

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sofia var aðeins 24 klukkustunda gömul þegar henni var rænt af fæðingardeildinni

Sofia var aðeins 24 klukkustunda gömul þegar henni var rænt af fæðingardeildinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tóku mann af lífi sem var með 35 mannslíf á samviskunni

Tóku mann af lífi sem var með 35 mannslíf á samviskunni