Ofbeldið átti sér stað á ýmsum stöðum á Jótlandi í Danmörku frá 2018 til 2023. Meðal þess sem kemur fram í ákærunni er að maðurinn hafi lamið konuna með vendi, reiðsvipu og stálvír. Hann ýtti henni niður stiga, tók hana hálstaki þar til hún missti meðvitund. Hún var stungin með nálum, brennd með sígarettum og neydd til að brenna sjálfa sig. Hann beit hann víða um líkamann og í höfuðið, meðal annars beit hann nefbroddinn af henni.
Fyrrgreind atriði eru aðeins brot af því sem maðurinn er ákærður fyrir að sögn Ekstra Bladet sem segir að hann sé einnig ákærður fyrir að neyða hana til að drekka vökva sem hann sagði að væri sæði úr honum og öðrum körlum.
Hann er einnig ákærður fyrir sex kynferðisbrot sem eru sögð vera sadistísk, niðurlægjandi og ómanneskjuleg. Þess utan er hann ákærður fyrir mörg tilfelli andlegs ofbeldis. Meðal annars með því að hafa daglega eða næstum daglega talað á niðurlægjandi hátt til konunnar, meðal annars með að kalla hana „óþverra“, „heimska hóru“ og „belju“.
Hann er einnig ákærður fyrir að hafa neytt hana til að vera í nærbuxum með nálum í þegar hún fór að heiman. Einnig fyrir að banna henni að vera viðstödd brúðkaup föður síns og fyrir að neyða hana ítrekað til að sofa á teppi í hundabúri.