fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

„Þetta snýst ekki um sentimetra fyrir okkur konurnar. Það gerir það bara fyrir karlana“

Pressan
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 04:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvenær settist þú niður með maka þínum og ræddir um samband ykkar? Þetta er spurning sem Joan Ørting, danskur kynlífsráðgjafi, spyr fólk oft að. Hún er þeirrar skoðunar að fólk eigi reglulega að ræða samband sitt, svona svipað og fólk fari reglulega í samtöl hjá yfirmanni sínum varðandi frammistöðuna í vinnunni.

Hún ræddi nýlega við Jótlandspóstinn um kynlíf og sambönd fólks. Hún sagði að fólk verði bara að ræða stöðuna í sambandinu reglulega. Til dæmis sé hægt að skipta samtalinu upp þannig að karlinn tali í 20 mínútur, konan í 20 og síðan séu 20 mínútur til sameiginlegrar ráðstöfunar.

„Þú þarft að þora að vera meðvitaður/meðvituð í sambandinu, þora að taka ákvörðun um að vera opinská/r og spyrja hvernig þú varst sem maki þessa vikuna. Hvernig kynlífið með þér var? Hefur þú einhvern tímann spurt maka þinn: „Hvernig er að búa með mér? Hvernig hef ég verið sem erótískur félagi þinn, hef ég verið til staðar, hef ég gert eitthvað fyrir þig?“ Það eru ekki margir sem gera þetta,“ sagði hún.

Hún sagði að þegar fólk sé komið á það stig að geta rætt opinskátt um sambandið, þá sé leiðin að betra kynlífi einnig opin.

„Tjáning er gríðarlega mikilvægur hluti af góðu kynlífi. Segðu henni eða honum, hvað þú ert að hugsa: „Ég sakna líkamlegrar nándar, hvernig fæ ég þig með í rúmið í dag? Það þarf ekki að vera til að hafa samfarir, ég vil bara vera nálægt þér.“ Hún veit alveg hvernig. Hún hefur kannski bara þörf fyrir tala yfir vínglasi eða taka til, því hana langar ekki að stunda kynlíf á meðan það er óreiða í húsinu. Talið um þetta, svo þið vitið hvar þið hafið hvort annað,“ sagði hún.

Hún var með sérstakan boðskap til karla: „Breytingaskeið karla er stórt umræðuefni. Þeim hefur alltaf fundist að þeir eigi að standa sig af því að þeir eru karlar. Og að þeir eigi að vera með standpínu. Þeir eru meira að segja tilbúnir til að taka allskonar hormóna til að halda typpinu gangandi. Þarna verðum við að ná tökum á meðvitaðri kynhneigð þar sem erótík er ekki það sama og að stinga typpi inn. Maður getur raunar verið miklu betri elskhugi eftir að typpið er orðið svolítið óútreiknanlegt,“ sagði hún og bætti við:

„Þetta snýst ekki um typpi, þetta snýst um að vera góður í fingravinnunni. Karlar verða breytast og gera miklu meira með fingrunum. Hvað á maður að gera inni í konu? Ég segi við karlana: „Þetta snýst ekki um þessa 15-17 cm þína. Eins langur og þú ert, svo erótískur ertu. Það er allur líkami þinn sem er erótískt líffæri. Ekki bara typpið. Það er hvernig þú talar, hvernig þú horfir á okkur, hvernig þú notar orkuna þína. Það er sjálfsálit þitt?“

Að lokum hnykkti hún síðan út með orðum sem gleðja væntanlega suma karlmenn: „Ef þér líkar við typpið þitt og stendur með sjálfum þér, óháð hversu gamall þú ert, þá er ég til. Þá skiptir engu þótt þetta séu 9 cm. Þetta snýst ekki um sentimetra fyrir okkur konurnar. Það gerir það bara fyrir karlana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hamas sleppti gíslum og leysti þá út með gjafapokum – Þetta var í þeim

Hamas sleppti gíslum og leysti þá út með gjafapokum – Þetta var í þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bað unnustuna að láta sig vita ef henni seinkaði heim úr vinnu – „Viðbrögð hennar komu mér á óvart“

Bað unnustuna að láta sig vita ef henni seinkaði heim úr vinnu – „Viðbrögð hennar komu mér á óvart“